Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Salix triandra
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   triandra
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Möndluvíðir
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti   Salix amygdalina.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Karlblóm fölgul.
     
Blómgunartími   Apríl-maí.
     
Hæð   - 10 m eða lægri
     
Vaxtarhraði  
     
 
Möndluvíðir
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt að 10 m hár, oftast lægri. Ársprotar dúnhærðir í fyrstu en verða hárlausir, rauðir eða grænbrúnir, börkur sléttur, flagnar af á blettum.
     
Lýsing   Lauf 5-10 sm löng, lensulaga-egglaga, hárlaus, glansandi dökkgræn á efra borði, matt ljósgræn, sagtennt. Laufleggur með kirtla efst. Axlablöð stór, langæ. Reklar koma um leið og laufin, karlreklar eru 3-7 sm langir, fræflar 3, kvenreklar styttri og þéttari, 1 hunangskirtill.
     
Heimkynni   Evrópa, norðan frá Noregi, suður til Spánar og austur til Japans og Írans í tempraða hluta Asíu.
     
Jarðvegur   Sendinn, leirkenndur, rakur eða blautur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z3
     
Heimildir   = 1, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Salix+triandra, www.naturespot.org.uk/species/almond-willow
     
Fjölgun   Sumar- og vetrargræðlingar, (sáning).
     
Notkun/nytjar   Í raðir, í runnabeð, í limgerði, í þyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein karlplanta, kom sem græðlingur í garðinn 1979, sein til og hefur kalið lítið eitt sum árin.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Möndluvíðir
Möndluvíðir
Möndluvíðir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is