Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Sorbus rosea
Ćttkvísl   Sorbus
     
Nafn   rosea
     
Höfundur   McAll.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Rósareynir
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni eđa lítiđ tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Djúpbleikur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hćđ   4-6 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Rósareynir
Vaxtarlag   Mjög líkur kasmírreyni (S. cashmiriana) en smávaxnari og međ meira af rauđu litarefni alls stađar, mest eftirteknarverđ á aldinunum sem eru fölbleikir í fyrstu en dökkna međ aldrinum. Aldin allt ađ 12 mm.
     
Lýsing   Blómin djúpbleikari en hjá kasmírreyni. Lauf allt ađ 19 sm međ allt ađ 9 pör af smálaufum. Smálaufin allt ađ 50 x 17 mm. Aldin allt ađ 11,5 x 11,5 mm. Stílar allt ađ 3,5 mm. Frćvur 5, ekki eins samvaxin og hjá S. cashmiriana. Frćvutoppur ögn hćrđur. Fjórlitna smátegund (2n=68).
     
Heimkynni   NV Pakistan, Gilgit.
     
Jarđvegur   Frjór, lífefnaríkur en getur ţrifist í léttum og mögrum.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 15
     
Fjölgun   Sáning, grćđlingar.
     
Notkun/nytjar   Í blönduđ trjá og runnabeđ. Í heimkynjum sínum vex rósareynirinn í norđurhlíđum á ţurrum, sólvermdum klettum í rjóđrum í Abies spectabilis, Pinus wallachiana og Picea smithiana skógum.
     
Reynsla   Myndirnar eru teknar í Grasagarđi Reykjavíkur. Ţrífst vel ţar.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Rósareynir
Rósareynir
Rósareynir
Rósareynir
Rósareynir
Rósareynir
Rósareynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is