Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Ættkvísl |
|
Campanula |
|
|
|
Nafn |
|
glomerata |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Höfuðklukka |
|
|
|
Ætt |
|
Campanulaceae |
|
|
|
Samheiti |
|
C. glomerata v. dahurica Ker Gawler, C. eo-cervicaria Nábelek, C. maleevii Fedorov, C. aggregata Willdenow, C. cephalotes Fischer |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi |
|
|
|
Blómlitur |
|
Dökkfjólublár |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-okt. |
|
|
|
Hæð |
|
0.4-0.8m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Uppréttur, dúnhærður eða hærður fjölæringur með skriðula jarðstöngla, myndar hnausa. Blómstönglar allt að 80 sm háir, kantaðir, stinnir, ógreindir eða lítið eitt greindir, oft rauðleitir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Stofnstæðu laufin dúnhærð eða hærð, aflöng eða egglaga-oddbaugótt, sjaldan næstum kringlótt til hjartalaga, bogtennt, langydd til snubbótt, legglöng. Stöngullauf mjórri með styttri legg eða stilklaus og lykja um stilkinn efst. Blómskipunin þéttir kollar með millibili, endastæðir eða í blaðöxlunum. Bikarflipar lensulaga, langyddir. Enginn aukabikar. Krónan allt að 4 sm, sívöl til treklaga eða bjöllulaga, klofin niður að miðju. Flipar eru langyddir eða snubbóttir, djúpfjólubláir til hvítir. Stíll næstum ekki út úr blóminu. Hýði opnast með götum neðst. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Evrópa, Kákasus, Íran, temp. Asía |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, framræstur, frjór, rakaheldinn |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
2 |
|
|
|
Heimildir |
|
1,2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
skipting, sáning |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Breiður, undirgróður, sumarbústaðaland, kanta, þyrpingar, beð |
|
|
|
Reynsla |
|
Harðger, auðræktuð, langlíf tegund. Þarf að passa nokkuð þar sem hún er skriðul og breiðist nokkuð út (stinga úr henni árlega. Höfuðklukkan hefur verið lengi í ræktun hér á landi. Mjög gamlar plöntur eru í Lystigarðinum. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
'Dahurica' 50-60 sm dökkblá, 'Acaulis' 15 sm dökkfjólublá, 'Alba' með hvít blóm, 'Crown of Snow' blómin endastæð, hvít í þéttum kolli, 'Joan Elliot' blóm smá, fjólublá, 'Superba' 60 sm, blóm fjólublá-purpura.
Campanula glomerata v. dahurica Fisch ex Ker Gawler er allt að 75 sm há, með grófgerðari blóm, djúppurpura.
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|