Jón Helgason - úr ljóđinu Á Rauđsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Campanula lactiflora
Ćttkvísl   Campanula
     
Nafn   lactiflora
     
Höfundur   Bieb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mjólkurklukka
     
Ćtt   Campanulaceae (Bláklukkućtt)
     
Samheiti   Campanula biserrata C. Koch
     
Lífsform   Fjölćr
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   Ljólblár, fölblár, hvítur
     
Blómgunartími   Júlí-sept.
     
Hćđ   0.7-1,5m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Mjólkurklukka
Vaxtarlag   Fjölćringur međ fremur stinnum hárum, stönglar uppréttir, allt ađ 1,5 m. Jarđstönglar gildir, kjötkenndir og greindir. Blómstönglar sterkbyggđir, uppréttir, greinóttir međ ţétt lauf.
     
Lýsing   Stofnstćđu laufin mjó-egglaga til egglaga-aflöng, ţunn, tvísagtennt, leggstutt, milligrćn. Blómstönglar eru greinóttir ofan til og bera stóra toppa međ geysilegum fjölda blóma. Blóm upprétt í breiđum, laufóttum, strjálblóma skúf, stilkuđ. Enginn aukabikar. Króna um 2,5 sm, breiđbjöllulaga, flipar útstćđir, klofnir niđur ađ miđju, undanrennubláir, dofnar út í hvítt í miđjunni. Stíll nćstum ekki út úr blóminu. Hýđi opnast međ götum neđst. Ţarf góđa uppbindingu.
     
Heimkynni   Kákasus, V Asía
     
Jarđvegur   Léttur, framrćstrur, frjór, rakaheldinn
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning (ekki skipta nema algjöra nauđsyn beri til)
     
Notkun/nytjar   Beđ, hugsanlega undirgróđur í skóglendi
     
Reynsla   Harđger, langlíf, afar falleg og ţrífst vel í garđinium
     
Yrki og undirteg.   'Loddon Anna' 90 sm há planta, blóm lillableik. 'Macrantha' fjólublá-purpuralit blóm.
     
Útbreiđsla  
     
Mjólkurklukka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is