Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Daphne alpina
Ættkvísl   Daphne
     
Nafn   alpina
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallasproti
     
Ætt   Týsblómaætt (Thymelaeaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Vor-snemsumars
     
Hæð   0,3-0,45 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fjallasproti
Vaxtarlag   Lágvaxinn, lauffellandi runni, allt að 45 sm hár. Sprotar uppréttir eða jarðlægir, dúnhærðir.
     
Lýsing   Lauf 10-40 × 7-14 sm, oftast legglaus, stakstæð eða strjál, lensulaga eða öfuglensulaga, oft í knippum við greinaendana, dúnhærð einkum á neðra borði, grágræn. Blómin ilmandi, í 4-10 endastæðum blómhnoðum, bikar hvítur, flipar lensulaga, yddir. Pípan dúnhærð utan, 8 mm. Aldin rauð, gul-appelsínugul, kjötkennd, dúnhærð.
     
Heimkynni   S M Evrópa.
     
Jarðvegur   Fremur magur, vel framræstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z5
     
Heimildir   = 1, http://www.seidelbast.net
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, upphækkuð beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 2001. þrífst vel, kelur ekkert.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Fjallasproti
Fjallasproti
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is