Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr
Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar
|
Ættkvísl |
|
Geranium |
|
|
|
Nafn |
|
psilostemon |
|
|
|
Höfundur |
|
Ledeb. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Armeníublágresi |
|
|
|
Ætt |
|
Blágresisætt (Geraniaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Rauðrófupurpura. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
-120 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Falleg, upprétt fjölær jurt, allt að 120 sm há. Jarðstönglar þéttir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Efri hluti stöngla, blómskipunarleggir og blómleggir stutthærðir og kirtilhærðir. Grunnlauf stór, allt að 20 sm +, djúp skert, skerðingarnar 7, separ hvassyddir, mjókka til beggja enda, jaðrar hvasstenntir. Stöngullauf 5-skipt, lauf og laufleggir minnka eftir því sem ofar dregur á plöntunni, blöðkurnar hærðar. Blómskipunin upprétt, lotin, blómin upprétt, allt að 35 mm í þvermál, grunn-skállaga, Bikarblöð allt að 9 mm, oddur 3 mm. Krónublöð ögn sýld eða bogadregin í oddinn, rauðrófupurpura, grunnur og æðar svartar, 18 mm. Frjóþræðir og frjóhnappar svartir, fræni 3 mm, djúp purpura-rauð. Ung aldin upprétt, blómleggir dálítið aftursveigðir, trjóna 30 mm, frævur 5 mm, fræjum slöngvað burt. |
|
|
|
Heimkynni |
|
NA Tyrkland. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, djúpur, rakaheldinn. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
6 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Sem undirgróður, í beð. Þarf uppbindingu. |
|
|
|
Reynsla |
|
Myndirnar teknar í Grasagarði Reykjavíkur. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|