Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Geranium psilostemon
Ættkvísl   Geranium
     
Nafn   psilostemon
     
Höfundur   Ledeb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Armeníublágresi
     
Ætt   Blágresisætt (Geraniaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Rauðrófupurpura.
     
Blómgunartími   Ágúst.
     
Hæð   -120 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Armeníublágresi
Vaxtarlag   Falleg, upprétt fjölær jurt, allt að 120 sm há. Jarðstönglar þéttir.
     
Lýsing   Efri hluti stöngla, blómskipunarleggir og blómleggir stutthærðir og kirtilhærðir. Grunnlauf stór, allt að 20 sm +, djúp skert, skerðingarnar 7, separ hvassyddir, mjókka til beggja enda, jaðrar hvasstenntir. Stöngullauf 5-skipt, lauf og laufleggir minnka eftir því sem ofar dregur á plöntunni, blöðkurnar hærðar. Blómskipunin upprétt, lotin, blómin upprétt, allt að 35 mm í þvermál, grunn-skállaga, Bikarblöð allt að 9 mm, oddur 3 mm. Krónublöð ögn sýld eða bogadregin í oddinn, rauðrófupurpura, grunnur og æðar svartar, 18 mm. Frjóþræðir og frjóhnappar svartir, fræni 3 mm, djúp purpura-rauð. Ung aldin upprétt, blómleggir dálítið aftursveigðir, trjóna 30 mm, frævur 5 mm, fræjum slöngvað burt.
     
Heimkynni   NA Tyrkland.
     
Jarðvegur   Frjór, djúpur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, í beð. Þarf uppbindingu.
     
Reynsla   Myndirnar teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Armeníublágresi
Armeníublágresi
Armeníublágresi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is