Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Rosa 'Trier 2000'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Trier 2000'
     
Höf.   (Peter Lambert 1904) Þýskaland.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur, rjómahvítur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september
     
Hæð   - 250 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Foreldrar: Ónefndar fræplöntur. Rósin er Rosa multiflora blendingur. Runninn verður allt að 250 sm hár og 180 sm breiður, uppréttur, kröftugur, með bogsveigðar og klifrandi greinar.
     
Lýsing   Lotublómstrandi runni sem blómstrar fram á haust. Blómin eru stök, lítil til miðlungi stór, hálffyllt til fyllt í stórum klösum, hvít, rjómalit eða hvít með bleika slikju, falleg og ilma ögn til miðlungi mikið. Blómið fremur flatt. Laufin lítil til meðalstór, dökkgræn. Nýpur smáar, rósrauðar að haustinu.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Magur til frjór, lífefnaríkur, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.backyardgardens.com http://www.helpmefind.com, , http://www.mobot.org., http://www.roselocator.com, www.bestgardening.com/bgc/plant/roses04.htm
     
Fjölgun   Græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Sólríkur vaxtarstaður, en talin þola dálítinn skugga erlendis. Jarðvegur þarf að vera meðal rakur, vel framræstur og magur til meðalfrjór. Harðgerður runni, sem er plantað í beð, einnig hægt er að nota sem klifurrós. Blómstrar á ársprotana og þess vegna er mælt með að rósin sé klipp snemma til að hvetja til vaxtar nýrra sprota.
     
Reynsla   Rosa ‘Trier 2000’ er ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Þetta yrki er oft notað við kynbætur á öðrum rósum. Viðkvæm fyrir ýmsum sjúkdómum og skordýraplágum, algengast er svartrot, mjölsveppur, ryðsveppur, vírusar, blaðlýs, kögurvængjur, spunamaurar svo eitthvað sé nefnt.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is