Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Syringa oblata ssp. dilatata
Ættkvísl   Syringa
     
Nafn   oblata
     
Höfundur   Lindl. ex Carrière
     
Ssp./var   ssp. dilatata
     
Höfundur undirteg.   ( Nakai ) P.S.Green & M.C.Chang
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Klaustursýrena
     
Ætt   Smjörviðarætt (Oleaceae).
     
Samheiti   Syringa oblata var. dilatata (Nakai) Rehder
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Purpurafjólublár.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   - 5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Klaustursýrena
Vaxtarlag   Lauffellandi, uppréttur runni, stundum opinn og gisgreinóttur, allt að 5 m hár.
     
Lýsing   Lauf hjartalaga til breið-hjartalaga, 2,5-7× 2,5-8 sm, hárlaus, með eitt stakt par af æðastrengjum allra neðst við aðalstrenginn, grunnur oftast meira eða minna hjartalaga, stundum þverstýfður, oddur stutt-odddregin. Laufleggir 1,5-5 sm. Blómskipanirnar eru skúfar sem vaxa greinilega frá pari af hliðaendabrumum, 6-15 sm langar. Bikar 1,5-2,5 mm, tennur hvassyddar. Króna lillalit til rauðrófupurpura (eða hvít), krónupípa 6-4 mm, flipar 4-8 mm, breið-oddbaugóttir, bogadregnir, útstæðir. Fræflar inni í eða í opi krónupípunnar. Hýði sívöl-aflöng, 1-2 mm, ydd.
     
Heimkynni   Kórea.
     
Jarðvegur   Rakur-meðalrakur, vel framræstur, lífefnaríkur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H1
     
Heimildir   2,7
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð, þyrpingar, sem stakstæðir runnar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1995 og gróðursett í beð 2000. Þær þrífast vel, kala lítið sem ekkert, blómstra árlega.
     
Yrki og undirteg.   ssp. dilatata (Nakai) P.S.Green & M.C.Chang. Stundum opinn, gisgreinóttur runni. Laufin oftast dálítið mjórri en þau eru löng, hárlaus, 3-7×2,5-6 sm, (geta orðið allt að 12 sm löng), grunnur þverstýfður til bogaformaður. Laufleggir 2-3 sm. Blómskipunin opin, gisin. Krónan purpurafjólublá. Krónupípan 1,1-1,4 sm, flipar 5-8 mm. ε Þessi undirtegund er aðgreind frá aðaltegundinni á laufunum og gisnari vexti. Purpurafjólublár.
     
Útbreiðsla  
     
Klaustursýrena
Klaustursýrena
Klaustursýrena
Klaustursýrena
Klaustursýrena
Klaustursýrena
Klaustursýrena
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is