Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
|
Syringa × prestoniae 'Donald Wyman'
Ættkvísl |
|
Syringa |
|
|
|
Nafn |
|
× prestoniae |
|
|
|
Höfundur |
|
McKelv. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Donald Wyman' |
|
|
|
Höf. |
|
Skinner 1932, Kanada. |
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Fagursýrena |
|
|
|
Ætt |
|
Smjörviðarætt (Oleaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Sumargænn runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Blápurpura til gráfjólublá með purpura slikju. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
1,8-2,4 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Stór, uppréttur runni. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauffellandi, kröftugur, þéttur og uppréttur runni, 1,8-2,4 m hár og 1,2-1,8 m breiður. Laufin milligræn, slétt, glansandi með greinilega æðastrengi. Blómin ilmandi, blápurpura til gráfjólublá með purpura slikju í stórum, pýramídalaga klösum. Klasar um 15 sm langir og 12 sm breiðir, þéttir. Mjög fallegt yrki. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Garðauppruni (S. komarowii ssp. reflexa × S. villosa). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Mjög rakur, en ekki blautur, meðalfrjór, vel framræst. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Runninn hefur mikið mótstöðuafl gegna sjúkdómum og meindýrum. |
|
|
|
Harka |
|
4 |
|
|
|
Heimildir |
|
1,7, http://www.friendsofhefarm.ca, http://davesgarden.com, http://mosaid.org |
|
|
|
Fjölgun |
|
Yrkjunum verður aðeins fjölgað með græðlingum, sumargræðlingum, erfiðara er að nota vetrargræðlinga, líla er hægt skipta rótarhnausnum. Ágræðsla er möguleg. Plöntur upp af fræi eru aðeins notaðar sem ágræðslutré/runni. Blómin góð til afskurðar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Stórir runnar sem þurfa gott rými til að ná góðum þroska, stakir eða í þyrpingum.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein, aðkeypt planta sem var gróðursett í beð 2004. Þrífst vel, ekkert kal skráð, blómstrar árlega. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|