Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Syringa × prestoniae 'Donald Wyman'
Ættkvísl   Syringa
     
Nafn   × prestoniae
     
Höfundur   McKelv.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Donald Wyman'
     
Höf.   Skinner 1932, Kanada.
     
Íslenskt nafn   Fagursýrena
     
Ætt   Smjörviðarætt (Oleaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sumargænn runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Blápurpura til gráfjólublá með purpura slikju.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   1,8-2,4 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fagursýrena
Vaxtarlag   Stór, uppréttur runni.
     
Lýsing   Lauffellandi, kröftugur, þéttur og uppréttur runni, 1,8-2,4 m hár og 1,2-1,8 m breiður. Laufin milligræn, slétt, glansandi með greinilega æðastrengi. Blómin ilmandi, blápurpura til gráfjólublá með purpura slikju í stórum, pýramídalaga klösum. Klasar um 15 sm langir og 12 sm breiðir, þéttir. Mjög fallegt yrki.
     
Heimkynni   Garðauppruni (S. komarowii ssp. reflexa × S. villosa).
     
Jarðvegur   Mjög rakur, en ekki blautur, meðalfrjór, vel framræst.
     
Sjúkdómar   Runninn hefur mikið mótstöðuafl gegna sjúkdómum og meindýrum.
     
Harka   4
     
Heimildir   1,7, http://www.friendsofhefarm.ca, http://davesgarden.com, http://mosaid.org
     
Fjölgun   Yrkjunum verður aðeins fjölgað með græðlingum, sumargræðlingum, erfiðara er að nota vetrargræðlinga, líla er hægt skipta rótarhnausnum. Ágræðsla er möguleg. Plöntur upp af fræi eru aðeins notaðar sem ágræðslutré/runni. Blómin góð til afskurðar.
     
Notkun/nytjar   Stórir runnar sem þurfa gott rými til að ná góðum þroska, stakir eða í þyrpingum.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein, aðkeypt planta sem var gróðursett í beð 2004. Þrífst vel, ekkert kal skráð, blómstrar árlega.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Fagursýrena
Fagursýrena
Fagursýrena
Fagursýrena
Fagursýrena
Fagursýrena
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is