Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Syringa komarowii ssp. reflexa
Ættkvísl   Syringa
     
Nafn   komarowii
     
Höfundur   Schneid.
     
Ssp./var   ssp. reflexa
     
Höfundur undirteg.   (C.K.Schneid.) P.S.Green & M.C.Chang
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Næfursýrena / Bogasýrena
     
Ætt   Smjörviðarætt (Oleaceae).
     
Samheiti   S. reflexa Schneider
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Bleikrauður.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   3-4 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Næfursýrena / Bogasýrena
Vaxtarlag   Lauffellandi, uppréttur runni, 3-4 m hár eða hærri. Greinar ljósbrúnar, vörtóttar, ögn hærðar í fyrstu.
     
Lýsing   Lauf egglaga-aflöng til dálítið oddbaugótt-lensulaga 6-16 × 2,5-8 sm löng, mjókka til beggja enda, langydd, hárlaus ofan, dálítið hærð á neðra borði á æðastrengjunum, Grunnur dálítið snubbóttur til (oftast) yddur, oddur breiðyddur til nokkuð odddreginn. Blómskipunin endastæð, meira eða minna upprétt til drúpandi eða hangandi, næstum pýramídalaga eða sívöl. 7-20 sm, hárlaus eða ögn hærð. Bikar 1,5-2 mm, tennur engar eða ógreinilegar, oftast hárlaus. Krónupípa trektlaga, purpurarauð til bleikrauð, hvít á innra borði, 9-11 mm, flipar 1-2 mm, nokkuð uppréttir til útstæðir í rétt horn. Fræflar ná ekki fram úr blóminu. Hýði sívöl, aflöng slétt eða með smáar korkbletti. &
     
Heimkynni   NV Kína.
     
Jarðvegur   Rakur, vel framræstur, lífefnaríkur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H1
     
Heimildir   2
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Stakir runnar, í þyrpingar, í beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til fjórar gamlar (frá því fyrir 1970) plöntur undir þessu nafni og plöntur sem sáð var til 1983, 1986, 1989 og 1996. Þær þrífast vel og hafa ekkert kalið hin síðari ár, blómstra árlega.
     
Yrki og undirteg.   ssp. reflexa: Blómskipunin dálítið pýramídalaga, stundum slitrótt, 10-20 sm löng. Krónan bleikrauð, flipar útstæðir í rétt horn. &
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Undirtegundin er tré eða runni, harðgerðir á Bretlandseyjum.
     
Næfursýrena / Bogasýrena
Næfursýrena / Bogasýrena
Næfursýrena / Bogasýrena
Næfursýrena / Bogasýrena
Næfursýrena / Bogasýrena
Næfursýrena / Bogasýrena
Næfursýrena / Bogasýrena
Næfursýrena / Bogasýrena
Næfursýrena / Bogasýrena
Næfursýrena / Bogasýrena
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is