Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Syringa × prestoniae 'Isabella'
Ættkvísl   Syringa
     
Nafn   × prestoniae
     
Höfundur   McKelv.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Isabella'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fagursýrena
     
Ætt   Smjörviðarætt (Oleaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Lillarauður, ljósari innan,
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   3-4 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fagursýrena
Vaxtarlag   Kröftugur, uppréttur runni.
     
Lýsing   Kröftugur, lauffellandi runni, 3-4 m hár og álíka breiður, með dökkgræn lauf. Blómin einföld, lillarauð, ljósari innan, ilma lítið eitt. Stórir klasar, allt að 27 sm langir, 20 sm breiðir, þéttblóma. Eitt besta yrkið í prestoniae-grúppunni. Ekki skriðul. Hægt að rækta sem lítið, blómstrandi tré og er talin vera sú sýrena sem best er að rækta sem tré.
     
Heimkynni   Garðauppruni (S. komarowii ssp. reflexa × S. villosa).
     
Jarðvegur   Mjög rakur, en ekki blautur, meðalfrjór, vel framræst.
     
Sjúkdómar   Runninn hefur mikið mótstöðuafl gegna sjúkdómum og meindýrum.
     
Harka   4
     
Heimildir   1, http://www.lotth.com, http://www.friendsofhefarm.ca, http://mosaid.org
     
Fjölgun   Yrkjunum verður aðeins fjölgað með græðlingum, sumargræðlingum, erfiðara er að nota vetrargræðlinga. Ágræðsla er líka möguleg. Plöntur upp af fræi eru aðeins notaðar sem ágræðslutré/runni.
     
Notkun/nytjar   Stórir runnar sem þurfa gott rými til að ná góðum þroska, stakir eða í þyrpingum.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein, aðkeypt planta sem var gróðursett í beð 1981 og önnur eldri. Báðar þrífast vel, hafa næstum ekkert kalið, (nema ögn allra fyrstu árin) eru orðnar stórir og miklir runnar, sem blómstra árlega.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Fagursýrena
Fagursýrena
Fagursýrena
Fagursýrena
Fagursýrena
Fagursýrena
Fagursýrena
Fagursýrena
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is