Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Juniperus communis 'Meyer'
Ættkvísl   Juniperus
     
Nafn   communis
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Meyer'
     
Höf.   (Timm & Co. 1958).
     
Íslenskt nafn   Einir
     
Ætt   Sýprisætt (Cupressaceae).
     
Samheiti   J. communis suecica major Grootendorst.
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Karlblóm gulleit.
     
Blómgunartími   Apríl-júní.
     
Hæð   0,5-1,5 m (-3 m)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Breiðkeilulaga runni, sem verður allt að 8 m hár erlendis. Mun lægri hér.
     
Lýsing   Barrnálar silfurgrænar.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Sendinn, léttur, vel framræstur, fremur magur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   7
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, síðsumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í steinhæðir.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein falleg planta sem keypt var 2000, gróðursett í beð 2001, vetrarskýling 2001-2007. Kól lítillega fyrsta árið, annars ekkert.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is