Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Ligularia alatipes
Ættkvísl   Ligularia
     
Nafn   alatipes
     
Höfundur   Hand.-Mazz.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vængskjöldur*
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   150 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vængskjöldur*
Vaxtarlag   Stönglar uppréttir, allt að 150 sm háir, 1-1,5 sm í þvermál við grunninn, grunnlauf hárlaus ofan hvít skúmhærð-smádúnhærð neðan og stutt gul-mjúkhærð.
     
Lýsing   Grunnlauf með lauflegg, laufleggur allt að 32,5 sm, með vængi, vængir allt að 5 mm breiðir, grunnur með slíður, jaðrar heilir, laufblaðkan egglaga-hjartalaga, 7-40 sm, 10-17 sm breið neðst, hárlaus eða dúnhærð á æðunum á neðra borði, æðastrengjótt, grunnur hjartalaga jaðrar reglulega tenntir, randhærðir, snubbótt í oddinn, skerðingin breið og grunn, um 1/10 af lengd laufblöðkunni, grunnflipar kringluleitir. Miðstöngullaufin svipuð, en með stuttan legg, leggurinn með væng, vængir smátenntir, slíðrið allt að 10 sm, efri jaðarinn tenntur. Efstu stöngullaufin með stoðblöð með stóran slíðurlegg. Laufblaðkan egglaga eða nýrlaga leggur með slíður, allt að 6 x 7 sm, jaðrar tenntir, fjaður-eða hand-fjaðurstrengjótt. Blómskipunin klasi, allt að 35 sm, stoðblöð lík laufunum egg-lensulaga, þau neðstu allt að 7,5 x 2,5, smærri efst, tennt eða nýrlaga, laufleggur með slíður, blómskipunarleggir grannir, neðst allt að 11 sm, styttri efst, hvít skúm-dúnhærðir. Körfurnar margar, auka-stoðblöð mjó-lensulaga, 1-1,5 sm, lengri en reifarnar, heilrend eða tennt. Blómskipunin breið-bjöllulaga, 8-11 x um 10 mm, hárlaus á ytra borði eða hvít skúm-dúnhærð, smáreifar 10 eða 11, í tveim röðum, aflöng, 4-5 mm breið, jaðar með breiða brúna himnu, oddur breið-þríhyrndur. Geislablóm gul, blaðkan bandlaga, 30-40 x 2-3 mm, hvassydd, pípan um 5 mm. Pípukrýndu blómin mörg, um 8 mm, pípan um 4 mm, tungan breiðbjöllulaga. Svifhárakransinn hvítur, jafn langur og krónan.
     
Heimkynni   SV Sichun, NV Yunnan.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200024190
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeð.
     
Reynsla   Í M10-A09 20020221
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Vængskjöldur*
Vængskjöldur*
Vængskjöldur*
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is