Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Potentilla inclinata
Ættkvísl   Potentilla
     
Nafn   inclinata
     
Höfundur   Vill.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hrjósturmura
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Potentilla canescens Besser.
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Votlendi.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Júní-september.
     
Hæð   - 40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Hrjósturmura
Vaxtarlag   Þýfður fjölæringur, ullhærður eða dúnhærður með upprétta eða uppsveigða blómstöngla.
     
Lýsing   Fjölæringur með grófar, sívalar rætur. Blómstönglar uppréttir eða uppsveigðir, 12-40 sm háir, sem eru ásamt laufleggjm ullhærðir, dúnhærðir og lítið eitt lóhærðir. Grunnlaufin hafa oft visnað að blómgun lokinni, axlablöð brún, himnukennd, ullhærð á neðra borði. Laufblaðkan er handskipt með 5(-7) smálauf, smálaufin eru græn á efra borði, öfugegglaga, aflöng eða öfugegglaga-lensulaga, gráloðin-lóhærð á neðra borði, verður hárlaus með tímanum á efra borði með löng, aðlæg hár, grunnur fleyglaga, jaðrar með grófar reglulegar sagtennur, snubbótt. Legglaufin lík grunnlaufunum en minni og laufleggurinn styttri eða enginn, axlablöðin græn, egglensulaga, laufkennd,lóhærð og ullhærð neðan, heilrend eða með 1-2 sagtenntur. Blómskipunin lík hálfsveip-skúf eða skúf- eða puntlík, lotin með mörg blóm. Blómin er um 1 sm í þvermál, blómleggur 1-1,5 sm langur, lítið eitt lóhærður og ullhærður. Bikarblöð þríhyrnd-lensulaga til aflöng-egglaga, hvassydd til odddregin, utanbikarblöð band-lensulaga, syttri en eða (sjaldan) jafnlöng og bikarblöðin ullhærð eða dúnhærð á neðra borði, ydd. Krónublöð gul, egglaga, ögn lengri en bikarblöðin, oddur langyddur eða næstum bogadreginn. Stíll hálfendastæður, grunnur sver, fræni ögn sverari en neðri hlutinn. Smáhnotir hrukkóttari.
     
Heimkynni   Kína M Asía, M & S Evrópa.
     
Jarðvegur   Rakur jarðvegur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   Flora of China www.eFloras.org
     
Fjölgun   Sáning eða skipting,
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeð.
     
Reynsla   Ein planta er til í Lystigarðinum, sem sáð var 1986.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Hrjósturmura
Hrjósturmura
Hrjósturmura
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is