Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
|
Ættkvísl |
|
Lilium |
|
|
|
Nafn |
|
|
|
|
|
Höfundur |
|
|
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Gran Paradiso' |
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Skrautlilja* |
|
|
|
Ætt |
|
Liljuætt (Liliaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölæringur og laukplanta. Asíublendingur (Asiatic hybrid). |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sólríkur vaxtarstaður og í skjóli fyrir næðingum. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hárauður með strjálar smádoppur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-september. |
|
|
|
Hæð |
|
75 (90-120) sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Uppréttir, laufóttir stönglar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómin eru skállaga, 76 -150 mm breið, hárauð, nöbbótt eða með strjálar smádoppur inn við miðjuna, vita upp á við. Stönglarnir eru 75 (90-120) sm háir. Lauf eru glansandi. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki / Cultivar. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór og vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
Upplýsingar af umbúðunum,
http://www.davesgarden.com,
http://www.answers.yahoo.com,
http://www.americanmeadows.com
http://www.ces.ncsu.edu
, |
|
|
|
Fjölgun |
|
Fjölgað með hliðarlaukum, einnig með æxlilaukum úr blaðöxlunum og með laukhreistrum.
|
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Vaxtarstaður þarf að vera sólríkur í skjóli fyrir næðingum, en ekki fast upp við suðurvegg þar verður of þurrt. Vökvun í meðallagi, þarf reglulega vökvun en ekki of mikla. Jarðvegur þarf að vera frjór, ríkur af lífrænum efnum og vel framræstur. Laukarnir eru gróðursettir með 30-40 sm millibili í beð eða beðjaðra.
Mælt er með að setja lauf eða annað lífrænt yfir moldina til að halda betur rakanum í moldinni. Fjarlægið dauð blóm en látið stönglana standa áfram. Laukarnir eru látnir vera á sínum stað og blómstra ár eftir ár.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Laukur var gróðursettur í Lystigarðinn 2003, blómstraði í september og nokkrir nýir stönglar höfðu myndast síðan 2003.
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR:
Asíublendingar eru nú sá hópur garðaliljuyrkja sem er lang algengastur, enda mjög auðvelt að rækta. Þessi blendingar úr þessum hóp kom fyrst fram í Bandaríkjunum og var nefndur Mid-Century blendingar í fyrstu. Í samanburði við austurlandablendinga blómstra Asíublendingar fyrr, plönturnar eru ekki eins hávaxnar, blómin eru ögn minni.
Asíublendingar eru komnir af tegundum frá M og A Asíu, svo sem Lilium amabile, L. bulbiferum, L. dauricum og L. lancifolium (syn. L. tigrium) til að nefna nokkrar. Þess vegna eru litbrigðin mörg og breytileikinn mikill. Asíublendingar eru með blóm sem eru upprétt, vita upp á við eða út á við eða eru hangandi, venjulega ilmlaus og eru stjörnulaga með fjölda litbrigða svo sem gulu, appelsínulitu, bleiku, rauðu, hvítu og tvílitu. Nokkrar Asíublendinganna eru gulir svo sem ‘Connecticut King’ og þekktur rauður blendingur er ‘Gran Paradiso’. Asíublendingar þrífast best með blómin í sólinni og neðri hluta stönglanna í skugga. Fjölgað með hreisturgræðlingum.
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|