Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Potentilla argentea
Ættkvísl   Potentilla
     
Nafn   argentea
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lómura
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Brennisteinsgulur.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   - 50 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Lómura
Vaxtarlag   Mjög greinóttur fjölæringur.
     
Lýsing   Fjölæringur, mikið greinóttur og dálítið dúnhærður, allt að 50 sm hár, leggir trékenndir við grunninn, laufóttir. Grunnlauf með legg, handskipt, smálauf 5, sjaldan 7, allt að 2,5 sm, stilklauf legglaus eða því sem næst, smálauf 3, 5 eða 7, öfughjartalaga, baksveigð, djúptennt, græn og hárlaus ofan en hvíthærð neðan. Blóm 12 mm í þvermál, endastæð, í laufóttum kvíslskúf. Bikarblöð egglaga, lítið eitt lengri en stoðblöðin. Krónublöðin brennisteinsgul, öfugegglaga, grunnsýld, jafn löng og bikarblöðin.
     
Heimkynni   Evrópa, Litla Asía, Síbería.
     
Jarðvegur   Magur til meðalfrjór, hæfilega rakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning eða skipting.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð, steinhæðir.
     
Reynsla   Ein planta sem sáð var 1996 er til, og önnur frá 2010, báðar þrífast vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lómura
Lómura
Lómura
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is