Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Asperula tinctorica
Ættkvísl   Asperula
     
Nafn   tinctorica
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Litunarsystir
     
Ætt   Möðruætt (Rubiaceae).
     
Samheiti   G. triandrum
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   - 80 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Litunarsystir
Vaxtarlag   Fjölær jurt. Stönglar allt að 80 sm, uppréttir eða útafliggjandi, ógreindir eða greindir, 4-hyrndir með renglur, meira eða minna hárlausir. Neðri laufin 6 í kransi, þau efri oftast gagnstæð, allt að 50 x 3 mm, egglaga, bandlaga til lensulaga, hvassydd eða snubbótt, jaðrar niðurorpnir og dálítið snörp á jöðrunum, hárlaus eða stutt-dúnhærð.
     
Lýsing   Blóm með legg í gisnum 3-greindum kvíslskúf, hvít (rauð í knúppinn), blómleggir allt að 3 mm. Stoðblöð oddbaugótt til egglaga, ydd eða snubbótt, stundum randhærð. Króna trektlaga til pípulaga, pípan allt að 3 mm, flipar 3 allt að 3 mm, hárlausir eða dúnhærðir. Aldin allt að 2 mm breið, hárlaus, dálítið snörp og kornótt.
     
Heimkynni   Evrópa.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, grýttur, sendinn, fremur þurr, en rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Asperula+tinctoria, www.luontoportti.com/suomi/en/kukkakasavit/dyers-woodruff
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð. Ræturnar eru notaðar til litunar, liturinn rauður, skær og endingagóður.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1975 og gróðursett í beðið (N7-A) 1990. Þrífst mjög vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Litunarsystir
Litunarsystir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is