Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Rosa 'Tuscany'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Tuscany'
     
Höf.   (fyrir 1500) Ítalía.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Old Velvet Rose, The Old Velvet Rose, Samtrose,
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Dökkflauelsrauður.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   120 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppruni óþekktur, líklega Toscana á Ítalíu. Rosa 'Tuscany' er Rosa gallica blendingur. Mjög sérstök, gömul rós með flaulselík krónublöð. Ein fallegasta próvinsrósin. Runninn er hraustur, uppréttur, 120 sm hár og 90 sm breiður, einblómstrandi.
     
Lýsing   Blómin eru hálffyllt, 5-8 sm í þvermál, opin, mjög dökkflauelsrauð með ögn af kastaníubrúnu og purpura lit í. Gullgulir fræflar. Blómin ilma mikið. Með 25-28 krónublöð. Laufin dökkgræn, glansa ekki. Blómstrar á gamlan við.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, lífefnaríkur, vel framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar   Viðkvæm fyrir svartrot, mjölsvepp, ryðsvepp.
     
Harka   Z4
     
Heimildir   http://www.hesleberg.no, http://www.mobackes.se/Produktr/rosnyheter.htm, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, http://www.cornhillnursery.com/retail/roses/roses.html#RP, davesgarden.com/guides/pf/go/102910/#b, www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=2519
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Sólríkur vaxtarstaður hæfilegt að hafa 3 plöntur á m². Notuð í beð, stök eða nokkrar saman.
     
Reynsla   Rosa 'Tuscany' er ekki í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is