Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Rosa pimpinellifolia 'Hispida'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn   pimpinellifolia
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Hispida'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Þyrnirós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   R. pimpinellifolia v. hispida (Sims) Boom, R. spinosissima v. hispida (Sims) Koehne
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Fölgulur, verður hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   Allt að 100 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Mjög greinóttur, einblómstrandi runni með rótaskot. Greinarnar purpurabrúnar, uppréttar, 90-200 sm, með þétta, beina, granna þyrna og stinn þornhár, sérstaklega þétt neðst á greinunum. Axlablöðin mjó. Þyrnirósin er skriðul.
     
Lýsing   Smálauf 1,9-2,3 sm, blómin 5-7,5 sm breið sem eru fölgul þegar þau opnast og lýsast síðan, verða rjómalit.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, frjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z4
     
Heimildir   2,
     
Fjölgun   Vetrar- og sumargræðlingar og sáning.
     
Notkun/nytjar   Rósin er notuð í limgerði, þyrpingar, stakstæð og í blönduð beð.
     
Reynsla   Mjög gömul í Lystigarðinum, frá 1956 eða eldri, kelur stundum, vex vel og myndar rótarskot, lítið um blóm.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is