Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
setipoda |
|
|
|
Höfundur |
|
Hemsley & Wilson |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Burstarós |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Rosa macrophylla v. crasseaculeata Vilm. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Bleikur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Meðalfrjór, vel framræsur, helst rakur. |
|
|
|
Hæð |
|
Allt að 300 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Villirós. Uppréttur runni með þétta stilka, einblómstrandi, 300 sm hár, en getur orðið 500 sm í ræktun. Þyrnar fáeinir, beinir, stórir, breiðastir neðst, allt að 8 mm langir. Smáblöð 7-9, oddbaugótt, hárlaus eða kirtilhærð á neðra borði, jaðrar einsagtenntir og djúptenntir. Axlablöð stór, þétt kirtilrandhærð, aðalleggur kirtilhærður og dálítið þyrnóttur. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómin bleik allt að 5 sm breið, allt að 12 eða fleiri í klasa. Blómin eru með léttan ilm sem minna á epli. Bikarblöð eru með langan odd, laufkenndan og sagtenntan. Krónublöð ögn hærð á ytra borði. Bikar kirtilhærður, blómleggir kirtil-þornhærðir. Nýpur eru fjölmargar, flöskulaga, 2 sm langar, mjög stórar í ræktun eða 6-7 sm langar, (! hefur e.t.v. blandast R. moyesii), appelsínu- til dökkrauðar, þornhærðar. Þær eru í hangandi klösum.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
M-Kína. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalfrjór, vel framræstur, meðalvökvun. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
Z6 |
|
|
|
Heimildir |
|
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg,
http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Rosa+setipoda |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, síðsumargræðlingar með hæl, skifting á rótarskotum þegar plantan er í dvala, sveiggræðsla, (tekur 12 mánuði). |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í blönduðu trjá- og runnabeð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Burstarósin er gömul í Lystigarðinum, flutt í annað beð 1992, kelur lítið. Orðin 200 sm há, engin blóm 2009. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|