Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Rosa x alba 'Alba Suaveolens'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn   x alba
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Alba Suaveolens'
     
Höf.   Dieck 1750
     
Íslenskt nafn   Bjarmarós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   'Kysthvitrose','Semi-Plena', 'Alba Suaveolens', Rosa x alba var. suaveolens, Rosa alba 'White Rose of York', Rosa alba semiplena.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   - 250 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Bjarmarós
Vaxtarlag   Óþekktur uppruni, frá því fyrir 1750. Runninn er 250 sm hár eða hærri og álíka breiður, einblómstrandi og mjög blómviljugur.
     
Lýsing   Blómin eru meðalstór, hálffyllt, hvít með gula fræfla og mikinn ilm, 9-16 krónublöð. Nýpur fjölmargar, egglaga, appelsínugular.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, lífefnaríkur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z4
     
Heimildir   1, Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarði Reykjavíkur, http://www.hesleberg.no, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/51800/#b, www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=14331,
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumargræðlingar með hæl eða vetrargræðlingar með hæl.
     
Notkun/nytjar   Sólríkur vaxtarstaður. Hentar vel í úthafsloftslagi. Hæfilegt er að hafa 1 plöntu á m². Notuð til dæmis stök, nokkrar saman í þyrpingu í stóra garða. Notuð til að framleiða rósaolíu erlendis.
     
Reynsla   Rosa × alba 'Alba Suaveolens' var keypt í Lystigarðinn 2003 og gróðursett í beð 2004, vex vel og blómstrar oft mikið, fáein blóm 2009. Kom líka sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Fín í Reykjavík.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Bjarmarós
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is