Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Rosa sericea ssp. omeiensis
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
sericea |
|
|
|
Höfundur |
|
Lindley |
|
|
|
Ssp./var |
|
ssp. omeiensis |
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
(Rolfe) Roberts |
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Flosrós |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
R. omeiensis Rolfe, R. sericea v. omeiensis (Rolfe) Rowley. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-september. |
|
|
|
Hæð |
|
Allt að 400 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Villitegund. Runninn allt að 400 sm hár, oft mjög þyrnóttur.
Er eins og aðaltegundin nema smálaufin eru 11-19, silkihærð á neðra borði. Laufin sumargræn, 3-6 sm, sagtennt. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómin eru 2,5-3,5 sm í þvermál. Krónublöðin oftast 4, hvít. Nýpurnar rauð til appelsíngul, 8-15 mm í þvermál, með kjötkenndan legg, bikarblöðin langæ oft þornhærð.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Kína (Sichuan, Hubei, Yunnan). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, meðalrakur, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Mjög þolin gagnvart kvillum. |
|
|
|
Harka |
|
Z6 |
|
|
|
Heimildir |
|
2, en.wikipedia.org/wiki/Rosa-omeiensis,
www.helpmefind.com/rose/plphp?n=10746,
davesgarden.com/guides/pf/go/648737#b |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í blönduð trjá- og runnabeð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Ekki í Lystigarðinum. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|