Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.
|
Ribes × pallidum 'Röd Hollandsk'
Ættkvísl |
|
Ribes |
|
|
|
Nafn |
|
× pallidum |
|
|
|
Höfundur |
|
Otto & F. Dietr. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Röd Hollandsk' |
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Rifsber |
|
|
|
Ætt |
|
Garðaberjaætt (Grossulariaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Ribes spicatum Robson ‘Rød Hollandsk’ / ‘Röda Hollänska’. R. rubrum ‘Red Dutch’. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól og skjól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Föl gulgrænn. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Snemma vors. |
|
|
|
Hæð |
|
1-1,5 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Meðalhraður vöxtur. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Rauð hollensk er gamalreynt yrki sem hefur verið í ræktun á Íslandi frá a. m. k. um 1830. Yrkið er upprunnið í Hollandi, kom fram fyrir 1729. Þetta er eitt elsta ef ekki elsta yrkið sem þekkt er. Plantan er stór, kröftug, upprétt, þétt, myndar mikið af berjum, hraust, lauf meðalstór, hálfhjartalaga til næstum þverstýfð við grunninn. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómin koma snemma, klasarnir eru fremur langir, meðal-þéttblóma, blómin hangandi og klasar með mörg blóm. Bikarpípan grænleit, skállaga, bikarflipar snubbóttir, aðskildir, fölgulgrænir, fremur ógreinileg. Berin um mitt sumar, klasar langir og grannir, 10-18 berja, mjög strjál, klasaleggir langir, berin föst á leggjunum, breytileg að stærð, hnöttótt, skær, glansandi rauð, hýðið hárlaust, berholdið kjötkennt, þétt, mikil gæði. & |
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór og jafnrakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Hefur mikinn viðnámsþrótt gegn sjúkdómum. |
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
http://www.ars-grin.gov,
http://www.landstolpi.is
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Græðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í runnabeð. Berin notuð í saft, sultu og hlaup eða fryst. |
|
|
|
Reynsla |
|
Þroskar ber hérlendis vanalega um og eftir mánaðarmót ágúst/september. Uppskera getur brugðist norðanlands í köldum sumrum.
Rifsber eru mikið ræktuð um allt land. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Ribes × pallidum Otto & F. Dietr. (Ribes petraeum × R. spicatum spicatum). |
|
|
|
|
|