Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Ribes watsonianum
Ættkvísl   Ribes
     
Nafn   watsonianum
     
Höfundur   Koehne
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Ameríkurifs
     
Ætt   Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
     
Samheiti   Grossularia watsoniana (Koehne) Coville & Britton
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur, bleikleitur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   1-2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Hávaxinn, lauffellandi runni, 1-2 m hár, greinar uppsveigðar til uppréttar, ríkulega gráhærðar og með kirtilhár, mjög lítið ef nokkuð þornhærðar, 1-3 þyrnar á liðunum, 3-7(-10) mm, engir broddar milli liðanna.
     
Lýsing   Laufleggir 2-4 sm, smádúnhærðir til dúnhærðir, með kirtilhár, blaðkan breið-þríhyrnd, 3-5 flipótt, skipt minna en ½ leið að miðtauginni, aftur 2-5 skipt, 2-5 sm, grunnur þverstýfður eða hjartalaga, þéttsmádúnhærð til dúnhærð bæði ofan og neðan, kirtilhár gróf smábogtenntir, oddur bogadreginn, flipar breiðir, bogadregnir jaðrar. Blómskipunin hangandi, blómin stök eða í 2(-3) blóma klösum, 2-4 sm, blómleggir dúnhærðir-kirtilhærðir. Blómleggir er ekki liðskiptur, 2-3 mm, kirtilhærðir, stoðblöð framtennt, 2-3 mm, dúnhærð, kirtilhærð. Blómbotninn grænleitur eða með rauðleitan blæ, pípulaga-bjöllulaga, 2,5-3 mm fín löng mjúk hár, lítið kirtilhærð, bikarblöðin skarast ekki, aftursveigð, rjómalit með bleika slikju, mjó-aflöng, 5,5-9 mm, krónublöð samanlukt, upprétt, hvít, bleikleit, aflöng, ekki áberandi uppundin, 3,5-4 mm, hunangsdiskur ekki áberandi eða innundin, fræflar jafnlangir og/eða ögn lengri en krónublöðin, frjóþræðir bandlaga, 2-3 mm, hárlausir. Frjóhnappar hvítir, aflangir 0,8-1,2 mm, oddur bogadreginn, eggleg þétt-kirtilhærð-þornhærð. Stíllinn samvaxinn að ¾ af lengd sinni, 6 mm, hárlausir. Bragðgæði berja ekki þekkt, rauðleit, hálfhnöttótt, 10 mm í þvermál, þétt gulþyrnótt.
     
Heimkynni   N Ameríka (Bandaríkin (Cascade Range í Oregon, Washington og British Columbia, Alberta).
     
Jarðvegur   Frjór, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   www.efloras.org Flora of N America
     
Fjölgun   Sáning, síðsumar- og/eða vetrargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í trjá- og runnabeð og víðar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var 1981, fræið var frá Leningrad. Plantan hefur kalið mismikið gegnum árin og var með ber 2011.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   VAXTARSTAÐIR: Gljúfur og ásar í 1300-2200 m hæð
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is