Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Scrophularia vernalis
Ættkvísl   Scrophularia
     
Nafn   vernalis
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vorhnúðrót
     
Ætt   Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Tvíær eða fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulgrænn.
     
Blómgunartími   Maí.
     
Hæð   20-100 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vorhnúðrót
Vaxtarlag   Tvíær eða fjölær jurt. Stönglar 4-kantaðir með kirtilhár.
     
Lýsing   Krónan næstum sammiðja, grængul, 6-8 mm löng, samvaxin, 5-flipótt, fliparnir jafnstórir. Krónupípan stutt og víð. Bikar reglulegur, 5-flipóttur. Fræflar 5, 1 verður líkur hreistri, 4 eru meeð frjóhnappa. Frævur samvaxnar með 1 stíl. Blómskipunin klasi, axlastæður skúfur. Laufin gagnstæð, með legg, flöt eða hjartalaga við grunninn, tvísagtennt, neðra borðið með kirtilhár. Aldin tvíhólfa, opnast við grunninn.
     
Heimkynni   Evrópa.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, jafnrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.luontoportti.com/suomi/en/kukkakasvit/yellow-figwort
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í beð með fjölærum jurtum.
     
Reynsla  
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Vorhnúðrót
Vorhnúðrót
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is