Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Ættkvísl |
|
Lilium |
|
|
|
Nafn |
|
|
|
|
|
Höfundur |
|
|
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Pink Perfection' |
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Skrautlilja* |
|
|
|
Ætt |
|
Liljuætt (Liliaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Laukplanta og fjölæringur. Trompetliljublendingur (Trumpet lily Aurelian hybrid). |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sólríkur vaxtarstaður. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Purpurableikur með gult gin. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-september. |
|
|
|
Hæð |
|
(80)120-180 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Uppréttir, laufóttir stönglar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lilium ‘Pink Perfection’ er ekki talinn mjög harðgerð.
Blómin eru trektlaga, mjög stór, álút, 150-300 mm breið, falleg, purpurableik með gult gin og kryddilm og vita út á við. Blómhlífarblöð með gula odda. Stönglar eru sterklegir, (80)120-180 sm háir, uppréttir. Lauf milligrænt, haldast græn allt sumarið.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki / Cultivar. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, meðalrakur og vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,
Upplýsingar af umbúðunum,
http://www.shelmerdine.com,
http://www.davesgarden.com
http://www.answers.yahoo.com
http://www.tonkinsbulbs.com.au
http://www.plantfinde.sunset.com
http://www.americanmeadows.com
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Fjölgað með hliðarlaukum. Einnig með æxlilaukum úr blaðöxlunum. Oftast fjölgað með laukum sem myndast neðanjarðar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Vaxtarstaður þarf að vera sólríkur eða í hálfskugga. Vökvun í meðallagi, þarf reglulega vökvun en ekki of mikla. Laukar gróðursettir haust eða vor, 15 sm djúpt og með 25 (60-90) sm millibili, plantað 3 sinnum dýpra en þeir eru breiðir, fallegt að hafa 3 eða fleiri lauka saman með 15 sm millibili. Vökvið þegar gróðursett er.
Góð í beðjaðra með fjölæringum eða runnum, ekki síst rósum og til afskurðar. Hættir til að verða lauflaus á neðstu 30 sm og því ætti að gróðursetja lágvaxnar tegundir næst henni. Vex hratt og vel og það má búast við að hún lifi a.m.k. 10 ár. Nokkuð þolin gagnvart stórborgarmengun.
Stönglarnir geta þurft stuðning ef plantan stendur áveðurs eða vex í mjög næringarríkum jarðvegi.
Mjög góð til afskurðar.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Laukur var keyptur í Lystigarðinn 1989, dó 1992. Laukur var keyptur í Lystigarðinn 1993, dó 1996. Annar laukur gróðursettur í Lystigarðinn 2003, blómstraði í september 2010 og hafði myndað nokkra nýja stöngla síðan 2003, er á góðum stað móti sól og þar sem vel er borið á og vökvað á sumrin. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR:
Trompetliljublendingar (stundum nefndir Árelíublendingar (‘Aurelian Hybrids’) eða önnur nöfn eru notuð), eru stórar, hávaxnar trompetliljur eru komnar af kóngaliljunni (Lilium regale), hvítri, villtri lilju frá Kina, þ. e. þær eru upprunnar úr víxlfrjóvgun L. regale, L. sulphureum eða L. sargentiae × L. henryi og L. aurelianse nefna sumar heimildir (en hvorki L. auratum né L. speciosum). Blómin eru trektlaga eða skállaga, vita út á við eða dálítið niður á við og ilma oftast mikið, oft sérstaklega mikið á nóttunni. Allar trompetliljurnar eru dásamlegar til afskurðar. Þær verða hávaxnar og oft þarf að binda við þær, þar sem fullvaxinn stöngullinn getur borið meira en 15 stór blóm. Blómlitir eru hvítir og rjómalit yfir í gult og bleikt, margar með græna, brúna eða purpuralita slikju á ytri borði. Plönturnar eru oftast 90-180 sm há, hver stöngull ber 6-15 blóm.
|
|
|
|
|
|