Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Lilium canadense
Ættkvísl   Lilium
     
Nafn   canadense
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kanadalilja
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölæringur og laukplanta.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Gulleit að mestu og með dökkar doppur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   60-150 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttir, laufóttir stönglar.
     
Lýsing   Kjötkenndar, jarðstöngul-neðanjarðar renglur með fáein, hvít til gulleit hreisturblöð, sem koma með nýja, litla æxlilauka í endann á hverju ári. Upp af þeim vaxa hvert vor 60-150 sm háir stönglar með laufkransa. Lauf eru 15×2 sm, lensulaga til öfuglensulaga, 5-7 tauga, yfirleitt í krönsum, Langir, fíngerðir, bogsveigðu blómleggirnir bera allt að 20 blóm í sveiplíkri blómskipun. Blómin 10-12 bjöllulaga, drúpandi, í sveip. Blómleggir allt að 20 sm langir. Blómhlífarblöð 5-7,5×2,5 sm, lítt aftursveigð í oddinn, gulleit að mestu og með dökkar doppur. Frjó gult-brúnt. Aldin 3 sm. Ýmis afbrigði geta haft aðra blómliti svo sem múrsteinsrautt, ýmis appelsínulit litbrigði og hreingult. v. coccineum Pursh. Blómin múrsteinsrauð með gular doppur í gininu.
     
Heimkynni   A N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Súr, rakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 1, Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. – third ed. London.
     
Fjölgun   Fjölgað með fræi sem spírar hægt.
     
Notkun/nytjar   Vex á rökum engjum, í skurðum og í skógarjöðrum.
     
Reynsla   Ekki auðræktuð. Þarf súran, rakan, vel framræstan jarðveg þ.e. sand-mó-leirkenndur jarðvegur blandaður möl. Það er vel þess virði að reyna að rækta þessa glæsilegu liljutegund.
     
Yrki og undirteg.   Lilium canadense L. v. coccineum Pursh. var sáð í Lystigarðinum 1991, dó 1997.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is