Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Lilium kelleyanum
Ættkvísl   Lilium
     
Nafn   kelleyanum
     
Höfundur   J.G. Lemmon
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fiðrildalilja*
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti   L. nevadense Eastw., L. nevadense v. shastense Eastw., L. pardalianum Kellogg v. shastense (Eastw.) Stoker; L. shastense (Eastw.) Beane.
     
Lífsform   Fjölæringur og laukplanta.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi undir trjám.
     
Blómlitur   Gulur eða appelsínulitur með rauðbrúnar eða brúnar doppur.
     
Blómgunartími   Ágúst- september.
     
Hæð   60-100 sm.
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttir, laufóttir stönglar.
     
Lýsing   Planta með jarðstöngla sem hafa strjál hreistur og fyrsta árs lauk á endanum. Laukurinn er aflangur, allt að 8 sm langur. Stönglar 60-100 sm, stöku sinnum allt að 200 sm háir. Laufin 5-15×1,5-3,5 sm, lensulaga til oddbaugótt, hanga niður í oddinn. stakstæð, stundum í 2 (eða fleiri) krönsum með 7-16 lauf. Blómskipunin strjálblóma klasar sem bera allt að 25 stór, túrbanlaga, ilmandi, drúpandi blóm. Blómin eru bjöllulaga með 6 blómhlífarblöð. Þau eru 2,5-5(6)×1 sm, baksveigð, gul eða appelsínulit, með rauðbrúnar eða brúnar doppur við grunninn, oddurinn er stundum rauður-rauðleitur. Fræflarnir eru 6 og með rauða frjóhnappa. Frævan getur verið meira en 3 sm löng.
     
Heimkynni   Kalifornía.
     
Jarðvegur   Frjór og vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. – third ed. London. http://www.wikipedia.org
     
Fjölgun   Með fræi, eða með því að skipta laukhreistrum og með hliðarlaukum.
     
Notkun/nytjar   Þetta er liljutegund sem er erfitt að rækta.
     
Reynsla   Var sáð í Lystigarðinum 2002 og flutt út í beð 2004, engin blóm 2010 og aðeins einn stöngull.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: L. kelleyanum er endemísk/einlend í Sierra Nevada í Kaliforníu, vex þar í raklendi í skógum svo sem meðfram lækjum.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is