Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Rhododendron ‘Curlew’
Ættkvísl   Rhododendron
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Curlew’
     
Höf.   (Cox 1970) Skotland.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstaður eða í hálfskugga.
     
Blómlitur   Ljósgulur.
     
Blómgunartími   Að vorinu.
     
Hæð   60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   'Curlew’ er dvergvaxinn, sígrænn runni með dökkgrænt lauf.
     
Lýsing   Foreldrar (♀ × ♂): (R. ludlowii × R. fletcherianum). 'Curlew' er eitt af yrkjunum úr svonefndri ‘fugla’ seríu. Blómin eru opin, bjöllulaga, ljósgul með dekkri skugga og grænbrúnar doppur að innan, eitt til þrjú saman. Blómin eru tiltölulega stór miðað við djúpgræn laufin. Runninn er kröftugur og kringlulaga í vextinum, með hreistur. Hann verður allt að 60 sm hár á 10 árum og 90 sm breiður. Laufin eru öfugegglaga, sígræn, slétt, leðurkennd.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Lífefnaríkur, súr, vel framræstur, hæfilega rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H4
     
Heimildir   http://www.shootgardening.co.uk, http://www.hirsutum.info, http://www.davesgarden.com, Cox, Peter & Kenneth 1990: Guide to Choosing Rhododendrons – London.
     
Fjölgun   Síðsumargræðlingar, auðvelt að láta rætast.
     
Notkun/nytjar   Getur verið fremur rytjuleg ef aðstæðurnar eru ekki sem bestar, en best þrífast plönturnar nokkrar saman. Knúbbarnir geta verið viðkvæmir en venjulega koma blómin fram milli laufanna.
     
Reynsla   Plantan var keypt í Lystigarðinn 2000 og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Mikið kalin 2002, léleg 2007 og dauð 2010.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Hlutar af plöntunni eru eitraðir og ætti ekki að leggja þá sér til munns. Hefur hlotið viðurkenningar: RHS AGM (Award of Garden Merit Þarf meðal vökvun, vökvið reglulega, en ekki of mikið.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is