Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.
|
Ættkvísl |
|
Cotoneaster |
|
|
|
Nafn |
|
dammeri |
|
|
|
Höfundur |
|
Schneid. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Breiðumispill |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Hálfsígrænn runni |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Sumar |
|
|
|
Hæð |
|
0,2-0,45 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Hraðvaxta. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Jarðlægur, sígrænn til hálfsígrænn runni, allt að 45 sm hár og 180 sm breiður, þekjurunni. Langar, drúpandi greinar, greinaendar með strjála dúnhæringu, verða hárlausir. Greinabyggingin minnir á fiskidálk. Börkur er þunnur, rauðbrúnn, ungar greinar dúnhærðar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf stakstæð, heil, lítil, allt að 3 × 1,4 sm, oddbaugótt, til öfugegglaga-aflöng, dökk, glansandi græn, verða fljótt alveg hárlaus. Haustlauf purpuralit. Blómin eru hvít, allt að 13 mm í þvermál, oftast stök, sjaldan 3 í knippi, koma snemmsumars, smá en mörg og mjög skrautleg. Fræflar 15-20, frjóhnappar purpuralitir. Aldin 3 mm, næstum hnöttótt, skærrauð, smá, eru á runnanum allan veturinn, þroskast í september og fram í október, geta verið falleg, kjarnar/fræ 3-5.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
M Kína í 1300-2600 m h. y. s. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Vel framræstur, frjór jarðvegur, sýrustig skiptir ekki máli. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://www.hort.uconn.edu |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumargræðlingar, haustsáning, græðlingar með hæl síðsumars. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í ker, í brekkur, í steinhæðir, í þyrpingar, sem þekjurunni og á veggi. Getur litið út fyrir að vera illa hirtur, þarf snyrtingu. Vindþolinn. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2004. Þrífst vel. Meðalharðgerður-viðkvæmur. Þarf helst vetrarskýli. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Cotoneaster dammeri 'Skogsholm' er yrki sem talið er harðgerðara, en þar fyrir utan er til fjöldinn allur af yrkjum í ræktun erlendis
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|