Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
|
Ættkvísl |
|
Cotoneaster |
|
|
|
Nafn |
|
horizontalis |
|
|
|
Höfundur |
|
Decne. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Hengimispill |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni eða hálfsígrænn |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól eða hálfskuggi í skjóli |
|
|
|
Blómlitur |
|
Rauð með hvítu |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Síðla vors til snemmsumars |
|
|
|
Hæð |
|
0.3-0,4 (-1 m) |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Hægvaxta. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi-hálfsígrænn runni, flatvaxinn, 10-40 sm hár og 150-180 sm breiður. Smágreinar útflattar, kambskiptar, minna á fiskidálk. Jarðlægur runni, sem þekur vel. Telst hálfsígrænn þar sem hann fellir laufið seint að hausti og oft ekki fyrr en komið er fram á vetur. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf allt að 1,3 sm, hálfkringlótt eða breið-oddbaugótt, glansandi, dökk græn. Rauðir haustlitir. Blómin rauð með hvítu, stök eða í pörum, Fræflar 10-13. Aldin 5 mm, næstum hnöttótt, appelsínurauð, kjarnar/fræ 2-4. |
|
|
|
Heimkynni |
|
V Kína. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Vex í hvaða jarðvegi sem er ef hann ervel framræstur, meðalfrjór, meðalrakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
4 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, http://plantality.com |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í ker, í kassa, í steinhæðir og blönduð beð, þyrpingar, jaðrar. Auðræktaður, vinsæll, hálfsígrænn runni. Stofnarnir vaxa í fallegu kambmynstri og er einstaklega fallegur upp við vegg, en honum er eðlilegt að þekja jarðveginn. |
|
|
|
Reynsla |
|
Þrífst þokkalega í garðinum en kelur mismikið eftir árum (0-3). Þarf skjólgóðan stað til að þrífast sem skyldi + kalkríkan jarðveg með góðri framræslu. Þar sem hann er gróðursettur upp við vegg, teygir hann sig upp eftir honum og getur þá orðið 1 m eða meir á hæð og annað eins á breidd með tímanum. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Fjöldi yrkja í ræktun erlendis og eru 'Ascendens', 'Robusta' og 'Saxatilis' í ræktun í garðinum.
Þar fyrir utan má nefna að rækta mætti afbrigðið C. horizontalis v. wilsonii Havemeyer ex Wils. sem er allt að 2 m á hæð erlendis, greinar útstæðar og niðursveiðgar, lauf stærra en á aðaltegundinni og dökkrauð aldin. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|