Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Ribes nigrum ‘Nikkala XI’
Ættkvísl   Ribes
     
Nafn   nigrum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Nikkala XI’
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sólber
     
Ætt   Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól. og skjól.
     
Blómlitur   Grænn á ytra borði, rauðhvítur á því innra.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   1-1,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   'Nikkala XI' er sænskt yrki, úrval úr sólberjarunnum frá N Svíþjóð. Mjög harðgerður, útbreiddur runni og jarðlægur, fremur seinþroska.
     
Lýsing   Klasarnir í minna lagi, berin mjög stór og einkar góð, heppileg til að borða beint af runnanum, ekki eins hentug í saft. Tína þarf oftar en einu sinni þar sem berin þroskast ekki samtímis. Gefur mikla uppskeru.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, jafnrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Mikil mótstaða gegn mjölsvepp, spunamítlum.
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.vaxtwko.nu, http://.agropub.no, http://www.lbhi.is, http://sprl.ars.usda.gov
     
Fjölgun   Síðsumar- eða vetrargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Berin notuð í mauk, saft eða fryst.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta, græðlingur frá Korpu 1983, með jarðlæga, uppsveigða sprota, stór ber og mikið magn gegnum árin (2011). Er á of þurrum og skuggsælum stað í Lytigaðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Berin eru með lítið C-vítamín. Berin þroskast seinna en á 'Sunderbyn II'. Gott er að binda greinarnar upp.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is