Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Spiraea rosthornii
Ættkvísl   Spiraea
     
Nafn   rosthornii
     
Höfundur   E. Pritz.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Tígurkvistur
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   - 2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 2 m hár, líkur töfrakvist (S. longigemmis Maxim.), sérstaklega hvað varðar óvenju löng brumin, en töfrakvisturinn er hárlaus, ekki tígurkvisturinn. Greinar mjög útstæðar, dúnhærðar í fyrstu, brumin óvenju löng.
     
Lýsing   Lauf 3-7,5×1-3 sm, egglaga til lensulaga, odddregin, grunnur breið-fleyglaga til næstum því snubbótt, djúp og hvass blúndu-tvísagtennt til ógreinilega flipótt. Þau eru skærgræn ofan, dúnhærð, einkum á neðra borði. Laufleggur er allt að 6,5 mm langur. Blóm allt að 6,5 mm i þvermál, hvít, í legglöngum, flötum hálfsveip, sem er allt að 9 sm breiður, blómleggir eru dúnhærðir. Aldin dúnhærð.
     
Heimkynni   V Kína.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð runnabeð, í þyrpingar, í raðir.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1991, orðnar 1,1 m háar, blóm 2011. Auk þess er til ein planta sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2001, kelur lítið, er orðin 2 m há, blómstrar árlega.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is