Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Spiraea tomentosa
Ættkvísl   Spiraea
     
Nafn   tomentosa
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hærukvistur
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól eða hálfskuggi.
     
Blómlitur   Rósbleikur til purpurableikur.
     
Blómgunartími   Síðsumars.
     
Hæð   - 1,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt að 1,5 m hár, dreifir sér með neðanjarðarrenglum og myndar með því þykkni. Sprotar uppréttir, smágreinar kantaðar, brún-lóhærð þegar þau eru ung.
     
Lýsing   Lauf allt að 7,5×4 sm, egglaga, gróf og óreglulega sagtennt næstum alveg að grunni, dökkgræn og næstum hárlaus ofan, gulgrá lóhærð neðan. Blómin rósbleik til purpurableik í uppréttum endastæðum, pýramídalaga skúf, sem er 18×6,5 sm. Eggleg ullhærð.
     
Heimkynni   N & M Evrópa, A Bandaríkin.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur til rakur jarðvegur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1, http://www.naturallandscapenursery.com
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð, í óklippt limgerði og víðar. Mætti nota meira í ræktun. Brúnar blómskipanirnar með fræjunum eru eftirsóknarvert skraut að hafa allan veturinn. Hærukvisturinn er greindur frá dögglingskvisti (S. douglasii) á ryðbrúnni lóhæringu á smágreinum, meira tenntum laufum og ullhærðu en ekki hárlausu egglegi.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, sem sáð var til 2006 og gróðursettar í beð 2010 og ein sem sáð var til 2007, er enn í sólreit.
     
Yrki og undirteg.   ‘Alba’ er með hvít blóm.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is