Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Syringa × prestoniae ‘Miss Canada’
Ættkvísl   Syringa
     
Nafn   × prestoniae
     
Höfundur   McKelv.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Miss Canada’
     
Höf.   Cumming 1967, Kanada.
     
Íslenskt nafn   Fagursýrena
     
Ætt   Smjörviðarætt (Oleaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Skærbleikur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   1,8-2,4 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Stórvaxinn, uppréttur runni.
     
Lýsing   Lauffellandi runni, 1,8-2,4 m hár og 1,2-1,8 m breiður. Laufin stór, milligræn, slétt, glansandi með æðastrengi. Blómstrar mikið. Rósbleikir knúbbar, blómin skærbleik, ilmandi.
     
Heimkynni   Garðauppruni (S. komarowii ssp. reflexa × S. villosa).
     
Jarðvegur   Mjög rakur, en ekki blautur, meðalfrjór, vel framræst.
     
Sjúkdómar   Runninn hefur mikið mótstöðuafl gegna sjúkdómum og meindýrum.
     
Harka   4
     
Heimildir   1, http://www.friendsofhefarm.ca, http://davesgarden.com, http://www.finegardening.com, http://mosaid.org
     
Fjölgun   Yrkjunum verður aðeins fjölgað með græðlingum, sumargræðlingum, erfiðara er að nota vetrargræðlinga, hægt að að skipta rótarhnausnum til að fjölga blendingnum. Ágræðsla er líka möguleg. Plöntur upp af fræi eru aðeins notaðar sem ágræðslutré/runni.
     
Notkun/nytjar   Stórir runnar sem þurfa gott rými til að ná góðum þroska, stakir eða í þyrpingum.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta undir þessu nafni. Þrífst vel, ekkert kal skráð, blómstrar.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is