Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Prunus avium
Ættkvísl   Prunus
     
Nafn   avium
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fuglakirsi
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi tré.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hæð   - 20 m erlendis.
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Tré allt að 20 m hátt erlendis með breiðkeilulaga krónu. Ungar greinar eru hárlausar.
     
Lýsing   Tré allt að 20 m hátt, (stöku sinnum allt að 30 m hátt) með breiðkeilulaga krónu. Ungar greinar eru hárlausar. Lauf 10,5×5 sm, aflöng-egglaga, odddregin, gróf- og óreglulega bogtennt, dúnhærð á aðalstrengnum og hliðarstrengjum á neðra borði. Laufleggir 3 sm langir, hárlausir, með kirtla. Blóm 2,5 sm í þvermál, hvít, í legglausum sveipum með allmörg blóm, bikartrekt 6 mm löng, breið-krukkulaga, hárlaus, bikarblöð aftursveigð. Steinaldin 2 sm, hjartalaga-egglaga, dökk dumbrauð.
     
Heimkynni   Evrópa til Litlu-Asíu, Kákasus, V Síbería.
     
Jarðvegur   Vel framræstur, meðalfrjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z3
     
Heimildir   1, http://www.howtogrow.co.uk, http://www.magic-garden-seeds.com
     
Fjölgun   Græðlingar, sáning. Fuglakirsi er auðvelt að rækta upp af fræi. Fyrir þessi stóru, skurnhörðu fræ er nauðsynlegt að brjóta skurnina svo að fræin bólgni fyrr út. Fræin spíra í kulda. Sáninguna verður að geyma í kulda í nokkrar vikur (kælir) eða að sá fræinu mjög snemma vors eða að haustinu. Blandið fræið rökum sandi í plastpoka. Sáningunni þarf að halda við um 20°C og rakri mold fyrstu 2-4 vikurnar. Eftir það er hún sett í kæli við 5°C í 5-6 vikur. Því næst er pokinn tekin úr kælinum og hafður við stofuhita. Fylgist af og til með því hvort fræin spíra.
     
Notkun/nytjar   Stök tré eða í stór beð. Að rækta fuglakirsiberjatré þarf bæði þolinmæði og tíma, það líða mörg ár áður en trén fara að bera fyrstu uppskeru. Þegar fuglakirsitré eru ræktuð þarf fleiri en eitt tré. Ólíkt súrkirsi sem eru sjálffrævandi þarf súrkirsi frjó frá öðru tré. Ef þú hefur ekki nóg pláss í eigin garði fyrir tvö-þrjú fuglakirsitré gætirðu spurt grannana hvort þeir geti hugsað sér að rækta þessi tré. Það gæti tryggt að frævun eigi sér stað.
     
Reynsla   Ekki í Lystigarðinum en hefur verið sáð.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   Löglegt nafn samkvæmt The Plant List of Royal BG, Kew and Missouri BG (2011) er: Padus avium Mill.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is