Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Crocus chrysanthus
Ćttkvísl   Crocus
     
Nafn   chrysanthus
     
Höfundur   (Herb.) Herb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Tryggđakrókus (Tryggđalilja)
     
Ćtt   Sverđliljućtt (Iridaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Hnýđi.
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstađur.
     
Blómlitur   Hvítur, gulur, ljósblár.
     
Blómgunartími   Apríl-maí.
     
Hćđ   um 10 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Hýđi hnýđanna er pappírs-, leđurkennd eđa eins og eggjaskurn, rifnar í hringi viđ grunninn. Lauf 3-7 talsins, 0,5-2,5 mm breiđ, styttri en blóm, venjulega grágrćn.
     
Lýsing   Blóm gul til appelsínugul, stundum rákótt eđa međ bronslita eđa purpuralita slikju á ytra borđi, stöku sinnum rjómahvít; giniđ gult, hárlaust. Ekkert hulsturblađ. Stođblöđ eru 2. Blómhlífarblöđ eru venjulega 1,5-3-5 sm × 5-11 mm. Frjóhnappar gulir, stundum svartleitir neđst. Stílar međ 3 gula eđa appelsínugula frćnissepa.
     
Heimkynni   Albanía, Búlgaría, Grikkland, S Júgóslavía, A Rúmenía, V, M & S Tyrkland.
     
Jarđvegur   Léttur, frjór, framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Fjölgađ međ hliđarhnýđum, hnýđin lögđ í september á 6-8 sm dýpi.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, sem undirgróđur, í blómaengi, í grasflatir.
     
Reynsla   Harđgerđur, blómstrar fyrst allra krókustegunda (sumar sortir sennilega blandađar páskakrókusum (C. biflorus).
     
Yrki og undirteg.   'Snowbunting' hvít blóm, 'Cream Beauty' ljósgul blóm, 'Zwanenburg Bronze' dökkgul/brúnleit blóm, 'Skyline' blómin ljósblá m. dekkri rákir.
     
Útbreiđsla   Stórblóma afbrigđi af tryggđakrókus (C. chrysanthus) og afbrigđ, međ fjölbreytilegri liti en villitegundirnar hafa veriđ valin til rćktunar. Sumar plantnanna sem eru nefndar “C. chrysanthus-yrki” eru form skyld páskakrókus (C. biflorus) eđa blendingar ţessara tveggja tegunda.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is