Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Prunus pumila v. depressa
Ættkvísl   Prunus
     
Nafn   pumila
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var   v. depressa
     
Höfundur undirteg.   (Pursh.) Gleason
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sandkirsi
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hæð   Um 30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Jarðlægur runni, vex flatur á jörðinni, allt að 30,5 sm hár.
     
Lýsing   Lauf mjórri en á aðaltegundinni, breikka að oddi venjulega bogadregin eða snubbótt, mjókka smám saman að grunni, bláhvít neðan. Steinaldin hnöttótt-sporvala.
     
Heimkynni   NA Bandaríkin.
     
Jarðvegur   Frjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z2
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð, í kanta, í steinhæðir.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2004, og eina aðfengna (frá Finnlandi), sem gróðursett var í beð 2009. Allt eru þetta smáar plöntur, allt að 10 sm háar, ekkert kal, engin blóm ennþá.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is