Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Berberis sanguinea
Ættkvísl   Berberis
     
Nafn   sanguinea
     
Höfundur   Franch.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Blóðbroddur
     
Ætt   Mítursætt (Berberidaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn eða hálfsígrænn runni
     
Kjörlendi   Sól og skjól
     
Blómlitur   Sterkrauður utan
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hæð   - 2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Þyrnóttur, sígrænn eða hálfsígrænn, uppréttur runni.
     
Lýsing   Greinar grágular, kantaðar, þyrnar 3 saman. 1-2,5 sm langir. Lauf allt að 3-7 saman, bandlaga til bandlensulaga, 2-6 sm löng, með 6-20 tennur á hvorri hlið, græn bæði á efra og neðra borði. Blóm 2-4, sterkrauð á ytra borði, (þaðan kemur nafnið). Aldin blásvört, sporvala.
     
Heimkynni   V Kína
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   7
     
Fjölgun   Haustsáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1983 og gróðursett í beð 1988. Hefur kalið talsvert flest árin.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is