Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Antennaria neglecta
Ættkvísl   Antennaria
     
Nafn   neglecta
     
Höfundur   Greene
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Deigjulójurt
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   4-25 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölæringur með ofanjarðarrenglur, sem myndar breiður.
     
Lýsing   Sérbýli Plönturnar 4-25 sm háar. Ofanjarðarrenglur 2,5-18 sm langar. Grunnlauf 1-tauga, mjóspaðalaga til fleyglaga-öfuglensulaga, 15-65 × 6-18 mm, broddydd, neðra borðið lóhærð efra borðið grá-dúnhært (verður græn og hárlaus með aldrinum). Stöngullauf bandlaga, 1,5-25 mm, halaydd. Körfur (1-)2-8 í sveipkenndri til axlíkri blómskipun eða klasalíkri blómskipun. Reifablöð í karlblómum 4-7mm. Reifablöð í kvenblómum 6-10 mm. Stoðblöð græn til rauð hvít efst. Króna karlblóma 2,7-5 mm, króna kvenblóma 4,5-6,5(-7) mm. Smáhnotir 0,9-1,4 mm, með örsmáa nabba. Svifhárakrans karlblóma 3,5-6,5 mm svifhárakrans kvenblóma 6-8,5(-9,5) mm.
     
Heimkynni   S Kanada til N Kaliforníu.
     
Jarðvegur   Magur, þurr, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   1, www.eFloras.org Flora of North America
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, kanta.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er ein planta sem sáð var til 1997, þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is