Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Lonicera nevrosa
Ættkvísl   Lonicera
     
Nafn   nevrosa
     
Höfundur   Maxim.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Strengjatoppur
     
Ætt   Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   Fölbleikur.
     
Blómgunartími   Vor-sumar.
     
Hæð   - 3 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttur lauffellandi runni, allt að 3 m hár. Ungir sprotar hárlausir, útstæðir, með purpura slikju.
     
Lýsing   Lauf allt að 6 × 2,5 sm, oddbaugótt eða aflöng, ydd eða odddregin í báða enda, hárlaus, rauð í fyrstu, seinna skærgræn ofan nema á æðastrengjunum, sem haldast rauðir áfram. Laufleggir allt að 4 mm. Stoðblöðin samvaxin í bikar. Blómin fölbleik, tvö og tvö saman. Króna 1 sm, stíll dúnhærður upp í topp. Berin svört, ekki samvaxin.
     
Heimkynni   Kína.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, græðlinar, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   í beð, þyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta, sem var sáð til 1985 og gróðursett í beð 1990. Þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is