Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Lonicera caerulea ssp. stenantha
Ættkvísl   Lonicera
     
Nafn   caerulea
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var   ssp. stenantha
     
Höfundur undirteg.   (Pojark.) Hulten ex Skvortsov is
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Blátoppur
     
Ætt   Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
     
Samheiti   Lonicera stenantha Pojark
     
Lífsform   Lauffellandi runni
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi
     
Blómlitur   Gulur
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hæð   1,5-2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttur runni allt að 2 m hár, hárlaus til meira eða minna hærður.
     
Lýsing   Laufin allt að 7 × 3 sm, oddbaugótt eða egglaga-aflöng, hvassydd eða næstum ydd, fleyglaga eða bogadregin við grunninn. Blómin hálfóregluleg, tvö og tvö saman á 7-10 mm löngum axlastæðum blómleggjum. Stoðblöðin bandlaga, lengri en smástoðblöðin. Smástoðblöðin samvaxin, minna á bolla, lykja um egglegin. Bikarflipar eru bylgjaðir, langhærðir. Krónan er gul, allt að 16 mm löng, trektlaga, grunnur hliðskakkur, flipar mislangir. Berin samvaxin, safamikil, dökkblá.
     
Heimkynni   Himalaja.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, sendinn vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   Flora of Pakistan www.eFloras.org
     
Fjölgun   Sáning, vetrar- eða sumargræðlinar.
     
Notkun/nytjar   Í klippt eða óklippt limgerði, í blönduð trjá- og runnabeð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum var sáð til þessarar tegundar 2008, óvíst hvort lifi 2012.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is