Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
|
Ættkvísl |
|
Lonicera |
|
|
|
Nafn |
|
× salicifolia |
|
|
|
Höfundur |
|
Dieck ex Zabel |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Víðitoppur |
|
|
|
Ætt |
|
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól eða hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur eða rjómalitur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Vor. |
|
|
|
Hæð |
|
3-3,6 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Meðalvaxtarhraði. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi, kúlulaga runni, 3-3,6 m hár og 3-3,6 m breiður, með heil lauf. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin eru stakstæð á greinunum, milligræn og egglaga, heilrend. Blómin eru trektlag,hvít eða rjómagul. Blómin mynda koll. Blómin mynda koll. Berin appelsínugul. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Garðablendingur. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalrakur, meðalfrjór, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
http://en.hortipedia.com, http://www.horticopia.com |
|
|
|
Fjölgun |
|
Fjölgað með sáningu í sólreit jafn skjótt og fræin hafa þroskast eða með því að taka græðlinga að vorinu. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í kanta, limgerði eða sem stakir runnar. --- Lonicera × salicifolia þrífst best á sólríkum eða hálf skuggsælum vaxtarstað og þolir hitastig niður í -34,4°C. Vex best í sendnum eða malarbornum leirkenndur jarðvegi, sem er meðalrakur til rakur. ---- Klippið sprota sem hafa blómstrað niður að kröftugu brumi eða heilbrigðum greinum að blómgun lokinni. Á gömlum plöntum greinarnar klipptar niður svo að ¼ verði eftir ofan við grunninn . |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1979 og gróðursett í beð 1985, sem þrífst vel og kelur mjög lítið. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|