Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Acer caudatum ssp. ukurunduense
Ættkvísl   Acer
     
Nafn   caudatum
     
Höfundur   Wallich.
     
Ssp./var   ssp. ukurunduense
     
Höfundur undirteg.   (Trautvetter & Meyer) Murray
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kínahlynur
     
Ætt   Hlynsætt (Aceraceae).
     
Samheiti   A. ukurunduense Trautvetter & Meyer
     
Lífsform   Lauffellandi runni eða lítið tré.
     
Kjörlendi   Sól til dálítill skuggi.
     
Blómlitur   Grænhvítur.
     
Blómgunartími   Síðla vors.
     
Hæð   - 6 m
     
Vaxtarhraði   Hægvaxta tré.
     
 
Vaxtarlag   Lítið tré eða runni allt að 15 m hár í heimkynnum sínum, en allt að 6 m í ræktun erlendis. Ungar greinar appelsínugular-gráar til rauðar, dúnhærðar, seinna grágular.
     
Lýsing   Lauf djúp 5-flipótt stundum 7-flipóttur, fliparnir mjókka smám saman fram í oddinn, egglaga eða þríhyrnd.
     
Heimkynni   NA Asía, Japan.
     
Jarðvegur   Auðræktaður í rökum, leirkenndum, vel framræstum jarðvegi.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1,2, http://www.pfaf.org, http://www.hortipedia.com
     
Fjölgun   Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í beð. Lauf geta orðið föl eða gul vegna járnskorts í basískum jarðvegi. Hlynir eru ekki vandlátir á sýrustig jarðvegs. Þolir frost, allt að -23°C
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2005, er í sólreit 2012, lofar góðu.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is