Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Cotoneaster fangianus
Ćttkvísl   Cotoneaster
     
Nafn   fangianus
     
Höfundur   T.T. Yu
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn  
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   Bleikur
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hćđ  
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Smágreinar rauđbrúnar til grábrúnar, sívalar, grannar, ţétt gul-stinnhćrđar í fyrstu, verđa smám saman hárlausar, nćstum hárlausar ţegar ţćr eru orđnar gamlar.
     
Lýsing   Laufleggur stuttur og sterklegur, 2-3 mm, gul-dúnhćrđur. Axlablöđ langć ađ hluta, bandlaga-lensulaga. Laufblađkan breiđ-egglaga til nćstum kringlótt, 1-2 × 1-1,5 sm, miđćđastrengurinn dálítiđ upphleyptur á neđra borđi og ögn djúplćgur á efra borđi, hliđaćđastrengirnir í 3-5 pörum. Laufblađkan er ţéttgullóhćrđ á neđra borđi og hárlaus á ţví efra, grunnur er bogadreginn, snubbótt, sjaldan ydd. Hálfsveipir eru 1,5-2,5 × 2-2,5 sm, 10-15-blóma, ađalleggur og blómleggir eru dúnhćrđir. Stođblöđ eru bandlaga eđa bandlensulaga. Blómleggir 1-2 mm. Blómin 4-5 mm í ţvermál. Blómbotn bjöllulaga, smádúnhćrđur eđa nćstum hárlaus utan. Bikarblöđ ţríhyrnd, snubbótt, stundum ydd. Krónublöđin upprétt, bleik, nćstum kringlótt eđa breiđ-öfugegglaga, 1-2 mm í ţvermál, grunnur međ stutta nögl, framjöđruđ efst eđa snubbótt. Frćflar 20, ögn styttri en krónublöđin, Eggleg dúnhćrđ efst, stílar 3, ekki samvaxnir, nćstum jafnlangir og/eđa ögn styttri en frćflarnir. Aldin aflöng, kjarnar/frćin 3.
     
Heimkynni   Kína (SV Hubei) árbakkar í 1300-1400 m h.y.s.
     
Jarđvegur   Rakur, frjór, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   Flora of China á netinu.
     
Fjölgun   Sáning, sumargrćlingar.
     
Notkun/nytjar   Í blönduđ beđ.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er til ein planta undir ţessu nafni, sem sáđ var til 2001 og gróđursett í beđ 2004.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is