Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Larix gmelinii v. gmelinii
Ættkvísl   Larix
     
Nafn   gmelinii
     
Höfundur   (Rupr.) Kuzen.
     
Ssp./var   v. gmelinii
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dáríulerki
     
Ætt   Þallarætt (Pinaceae)
     
Samheiti   L. cajanderi Mayr., L. dahurica Turz ex Trautv. v. dahurica Trautv., L. amurensis Hort.)
     
Lífsform   Lauffellandi barrtré.
     
Kjörlendi   Sól. Þrífst ekki í skugga.
     
Blómlitur   Karlblóm gul, kvenblóm græn, rauðleit eða purpura.
     
Blómgunartími   Síðla vors.
     
Hæð   8-10 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Reglulega keilulaga í vextinum, greinar fremur langar, láréttar. Ársprotar dálítið hangandi, hárlausir eða ögn hærðir, gulleitir, oft rauðleitir á veturna. Brum eru gulbrún, dekkri við grunninn, næstum svört.
     
Lýsing   Barr dverggreina breiðast út eins og bikar 25-35 mm löng, skærgræn, flöt ofan en með kjöl að neðan og með greinilegar loftaugarákir, snubbótt. Könglar egglaga, 20-35 mm langir með 20-40 köngulhreistur, galopnir fullþroskaðir.
     
Heimkynni   NA Asía.
     
Jarðvegur   Léttur (sendinn), meðalfrjór til magur, helst vel framræstur en rakur jarðvegur. Sýrustig skiptir ekki máli.
     
Sjúkdómar   Plöntur af þessari ættkvísl eru með mikinn viðnámsþrótt gegn hunangssvepp.
     
Harka   1 Ekki viðkvæmt fyrir frosti.
     
Heimildir   = 1, 7, http://www.pfaf
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í beð, í þyrpingar, sem stakstætt tré.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvö tré undir þessu nafni sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1000 og 2004, kala dálítið stundum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is