Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Astragalus falcatus
Ættkvísl   Astragalus
     
Nafn   falcatus
     
Höfundur   Lam.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vætuhnúta
     
Ætt   Ertublómaætt (Fabaceae).
     
Samheiti   Astragalus virescens Ait., Tragacantha falcata (Lam.) Kuntze
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Grængulur.
     
Blómgunartími   Júní-júlí. Aldin í júlí-ágúst.
     
Hæð   80-100 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær, laufmikil jurt, 55-100 sm há, lítið eitt hærð, með veiklulegar greinar. Rótarkerfið er sterklegt.
     
Lýsing   Axlablöð lensulaga, hvassydd, ekki samvaxin. Laufin eru með 15-20 pör af oddbaugóttum-aflöngum smálaufum. Blómklasarnir eru gisnir á blómskipunarleggjum sem eru jafnlangir og blómblöðin. Blómskipunarleggirnir lengjast mikið að blómgun lokinni. Stoðblöð hvítleit, jafnlöng og pípan. Bikar bjöllulaga, tennurnar eru þríhyrndar, styttri en pípan. Blómin eru drúpandi, grængul, 10-12 mm löng. Belgir eru legglausir, sigðlaga, leðurkenndir, tvíhólfa, enda í beinni, hvassyddri trjónu.
     
Heimkynni   Austur & suðurhluti evrópska hluta Rússlands, Úralfjöll,-Síbería, Kákasus.
     
Jarðvegur   Djúpur, léttur, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = http://www.agroatlas.ru
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1986 og gróðursett í beð 1989. Þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is