Snorri Hjartarson - Lyng Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.
|
Philadelphus microphyllus
Ættkvísl |
|
Philadelphus |
|
|
|
Nafn |
|
microphyllus |
|
|
|
Höfundur |
|
A. Gray |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Fjallakóróna* |
|
|
|
Ætt |
|
Hindarblómaætt (Hydrangaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól til hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hreinhvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Snemmsumars. |
|
|
|
Hæð |
|
- 1-1,2 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi, lágvaxinn, uppréttur, fíngerður runni, allt að 1 m hár. Ársprotar með aðlæga dúnhæringu. Börkur á annars árs greinum kastaníubrúnn, glansandi, fer fljótlega að flagna. Axlabrumin hulin. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 1-1,5 × 0,5-0,7 sm, egglaga-oddbaugótt eða stundum lensulaga, heilrend og randhærð, hárlaus eða verður hárlaus ofan, með mjúkan hárflóka á neðra borði, snubbótt við grunninn, hvassydd eða snubbótt. Blómgreinar 1,5-4 sm, með 1 eða 2 hreinhvít blóm, sem ilma mjög mikið. Blómin eru með 4 krónublöð sem mynda kross og eru um 3 sm breið. Bikarblöðin eru lensulaga. Fræflar um 32 talsins. Fræin eru með mjög stuttan hala. |
|
|
|
Heimkynni |
|
SV Bandaríkin. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, sendinn, meðalfrjór, þurr eða rakur, vel framræstur. Sýrustig skiptir ekki máli. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
Z6 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://www.pfaf.org |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, græðlingar, sveiggræðsla.
Fræ þarf 1 mánaðar forkæling. Sáið í febrúar á bjartan stað í sólreit. Þegar smáplönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær eru þeim plantað hverri í sinn pott og hafðar í gróðurhúsi næsta vetur. Gróðursetjið þær á framtíðastaðinn næsta vor eða snemmsumars þegar frosthætta er liðin hjá.
Sumargræðlingar, 7-10 sm langir, eru teknir af hliðagreinum í ágúst og settir í skyggðan sólreit. Gróðursetjið að vorinu. Flestir rætast. Vetrargræðlingar , 15-20 sm langir með hæl, eru teknir í desember (erlendis) og settir í skjólgott beð utan dyra. Margir þeirra rætast. Sveiggræðsla að sumrinu er mjög auðveld.
|
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í runnabeð, sem stakstæður runni. Auðræktaður runni, þrífst í hvaða meðalfrjóum jarðvegi sem er. Þolir magran jarðveg. Lifir í hálfskugga en blómstrar miklu meita í miklu sólskini. Mjög skrautleg planta með ilmandi blóm. Þolir allt að – 20°C. Blómstrar oft lítið þegar sumrin eru svöl. Blómin eru með sætan ananasilm. Runnin þolir vel snyrtingu Það er hægt að klippa 3 hvern sprota niður við jörð árlega og hvetja þar með til vaxtar nýrra greina og meiri blómgunar.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2004 og önnur planta sem sáð var til 2009, er í sólreit 2013. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|