Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Crocus ancyrensis
Ættkvísl   Crocus
     
Nafn   ancyrensis
     
Höfundur   (Herb.) Maw.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sunnukrókus*
     
Ætt   Sverðliljuætt (Iridaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Hnýði.
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstaður.
     
Blómlitur   Skærgulur til fölappelsínugulur.
     
Blómgunartími   Vorblómstrandi.
     
Hæð  
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Hnýðin egglaga. Hýði hnýðanna netæðótt-trefjótt.
     
Lýsing   Lauf allt að 6 talsins, allt að 1 mm breið, grágræn, ná sjaldan upp fyrir blómin. Blómin smá, 1-3 talsins, blómhlífarpípan gul eða ljósblápurpura, gin gult, hárlaust. Blómhlífarblöð 1-3 × 1 sm skærgul til fölappelsínugul. Stíll þrískiptur, dökkappelsínugulur. Engin hulsturblöð.
     
Heimkynni   Tyrkland.
     
Jarðvegur   Léttur, meðalfrjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1, 17
     
Fjölgun   Hliðarhnýði, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í trjábeð, í beðkanta.
     
Reynsla   Hnýði úr blómabúð (frá Hollandi) voru gróðursettir í Lystigarðinum 1997, C5-B06. Þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is