Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing) Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.
Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
|
Ættkvísl |
|
Sambucus |
|
|
|
Nafn |
|
sibirica |
|
|
|
Höfundur |
|
Nakai |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Síberíuyllir |
|
|
|
Ætt |
|
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Hálfskuggi (sól). |
|
|
|
Blómlitur |
|
Grænleitur, gulleitur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní. |
|
|
|
Hæð |
|
2-4 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Hraðvaxta. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi runni, 2-4 sm hár, þétt greindur. Börkur rauðbrúnn, langrákóttur með oddbaugótta korkbletti, mergur brúnleitur, ungar greinar með gulhvíta hæringur dálítið vörtóttar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Smálauf 2 saman, ljós á neðra borði, græn á efra borði, egglaga-lensulaga til lensulaga, 5-14 x 1,6-5,5 sm, miðæðastrengurinn með langt hár, grunnur hjartalaga og ekki sammiðja, jaðar óreglulega og hvasstenntir, laufin langodddregin, laufleggur og framhald laufleggsins með gula hæringu. Axlablöð kirtilhærð. Blómskipunin uppréttur skúfur, 3,5-5 sm, blómleggur vörtóttur. Blómin koma um leið og laufin. Bikarpípan krukkulaga, um 1 mm, flipar þríhyrnd-lensulaga, ögn styttri en bikarpípan. Krónan grænleit eða gulleit, fliðar aflangir. Fræflar gulbrúnir. Frjóhnappar gulir. Eggleg 3-hólfa, stílar stuttir, fræni 3-skift. Aldin rauð, egglaga eða hálfhnöttótt, 3-5 mm í þvermál, steinber 2-3, egglaga til oddbaugótt, 2,5-3,5 mm, ógn hrukkótt.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Síbería, Mongólía, Rússland. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Sendinn, meðalfrjór, rakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=200022403 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumargræðlingar, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í blönduð trjá- eða runnabeð. |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|